Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. mars 2020 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gimnasia og Banfield neydd til að spila þrátt fyrir veiruna
Mynd: Getty Images
Hvorki Gimnasia né Banfield vildu spila bikarleik sín á milli í gærkvöldi vegna kórónaveirunnar.

Stjórn argentínska deildasambandsins hótaði að draga stig af liðunum í deildarkeppninni ef þau myndu ekki mæta til leiks.

Liðin eru bæði í fallbaráttu í efstu deild og spiluðu því leikinn í gær til að missa ekki stig. Viðureigninni lauk með markalausu jafntefli.

Argentínska deildin hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir þessa ákvörðun og munu leikmenn beggja liða vera prófaðir fyrir kórónaveirunni um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner