Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 14. mars 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmönnum Zenit sama um veiruna: Deyjum fyrir klúbbinn
Zenit vermir toppsæti rússnesku deildarinnar og fékk Ural í heimsókn í dag.

Zenit gjörsamlega rúllaði yfir andstæðinga sína og vann leikinn 7-1, þar sem Serdar Azmoun skoraði þrjú, Artem Dzyuba tvö og Malcom skoraði og lagði upp.

Zenit er með níu stiga forystu á toppi deildarinnar eftir sigurinn.

Það vakti athygli hversu margir stuðningsmenn Zenit mættu á leikinn þrátt fyrir kórónaveiruna.

Í Rússlandi er viðvörunarstig vegna veirunnar orðið nokkuð hátt og fólki ráðlagt að halda sig innandyra. Ekkert samkomubann verður þó sett fyrr en eftir helgina og þá er hægt að búast við að rússneska deildin fari í frí.

Hér fyrir neðan má sjá stuðningsmenn Zenit í dag. Þeir sungu „við munum deyja! - við munum deyja!" til að lýsa yfir ástríðu sinni á félaginu. Þeir eru tilbúnir til að deyja frekar en að sleppa því að mæta á leik hjá klúbbnum.

„Við erum allir sjúkir í fótbolta og munum deyja fyrir Zenit," stendur á borðanum fyrir framan stúkuna.

Zenit St. Petersburg fans chanting "We're gonna die" during the last game before a ban on public events with over 1000 people takes effect on Monday. The banner in front reads "We're all sick with football and for Zenit we will die" from r/soccer


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner