Þróttur 3-1 Breiðablik
1-0 Kristrún Rut Antonsdóttir
2-0 Sierra Marie Leilli
3-0 Sóley María Steinarsdóttir
3-1 Agla María Albertsdóttir, víti
Þróttur og Breiðblik áttust við í kvennaboltanum í gær á Avis-vellinum í Laugardalnum. Um æfingaleik var að ræða.
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks og Edda Garðarsdóttir aðstoðarþjálfari voru þarna að mæta sínu fyrrum félagi en þau fóru yfir í Breiðablik síðasta haust.
Þróttur var með 3-0 forystu þegar flautað var til hálfleiks en Kristrún Rut Antonsdóttir, Sierra Marie Leilli og Sóley María Steinarsdóttir sáu um mörkin. Agla María Albertsdóttir náði að laga stöðuna fyrir Breiðablik í síðari hálfleiknum með marki af vítapunktinum.
3-1 sigur Þróttar staðreynd en Þróttur mætir Fylki á útivelli í fyrstu umferð Bestu deildarinnar næsta mánudag en Breiðablik fær Keflavík í heimsókn á Kópavogsvöll.