Dagur Dan Þórhallsson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu er Orlando City vann D.C. United, 3-2, í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í nótt.
Bakvörðurinn skoraði tvö mörk á síðasta tímabili og ætlar greina að gera betur í ár.
Boltinn kom upp vinstri vænginn og sá Dagur opið svæði á fjærstönginni. Hann mætti þar fyrstur allra og stangaði boltann í netið.
Orlando jafnaði leikinn með þessu marki og tókst síðan að vinna leikinn, 3-2. Liðið byrjaði tímabilið illa en er nú komið með átta stig í Austur-deildinni.
Flying down the wings for the equalizer ?@thorhallsson11 | #VamosOrlando pic.twitter.com/tN9pW4z3uH
— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) April 14, 2024
Lionel Messi skoraði og lagði upp er Inter Miami vann Sporting Kansas City, 3-2.
Hann átti sturlaða stoðsendingu á Diego Gomez í fyrri hálfleiknum og skoraði síðan annað mark Miami með þrumuskoti fyrir utan teig og upp í samskeytin hægra megin.
Luis Suarez gerði sigurmark Miami í síðari hálfleiknum eftir sendingu Gomez. Miami er komið á toppinn í Austur-deildinni með 15 stig.
Messi's vision. Gomez's finish.
— Major League Soccer (@MLS) April 14, 2024
All tied up at Arrowhead Stadium! This game so far... ?????????
???? #MLSSeasonPass: https://t.co/UH54jHwdQs pic.twitter.com/c4MkVaeVSW
MESSI MAGIC AT ARROWHEAD STADIUM ?
— Major League Soccer (@MLS) April 14, 2024
What. A. Strike. pic.twitter.com/E3ax584Nw9
Athugasemdir