Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 14. apríl 2024 22:48
Brynjar Ingi Erluson
„Ollie á skilið að vera valinn besti leikmaður tímabilsins“
Ollie Watkins 'sussar' á gagnrýnisraddir
Ollie Watkins 'sussar' á gagnrýnisraddir
Mynd: Getty Images
Ollie Watkins skoraði nítjánda deildarmark sitt á tímabilinu er Aston Villa vann óvæntan 2-0 sigur á Arsenal á Emirates-leikvanginum í dag en liðsfélagi hans. Emiliano Martínez, telur að hann verðskuldi það að vera valinn besti leikmaður tímabilsins.

Watkins hefur verið sjóðandi heitur á leiktíðinni. Hann er ekki bara með 19 mörk heldur tíu stoðsendingar og verið mikilvægur hlekkur í liði Villa sem stefnir á Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Villa steig stórt skref í átt að keppninni með þessum sigri og hefur Watkins spilað stóra rullu í því.

Ensku leikmannasamtökin munu bráðlega tilkynna tilnefningar fyrir verðlaun sem besti leikmaður ársins og það er alveg ljóst að Watkins verður þar en er hann líklegur til að vinna? Það er stóra spurningin.

„Mér finnst að Ollie eigi að vera valinn leikmaður tímabilsins. Þegar þú spilar fyrir topp sex liðin í deildinni þá færðu meira hrós en Ollie hefur skorað 19 mörk með þau færi sem hann hefur fengið. Hann kemur vel til greina fyrir þessi verðlaun,“ sagði Martínez við Sky Sports.

Watkins ákvað sjálfur að fara beint á Instagram eftir leik til að þagga niður í Troy Deeney, fyrrum leikmanni Watford, en sá sagði að Watkins væri vængmaður sem væri að reyna að vera framherji.

Deeney sagði að hann væri langt í frá sannfærður um ágæti Watkins, en enski landsliðsmaðurinn bauð upp á 'suss' fagnið fræga á Emirates, sem var væntanlega tileinkað Deeney.

„Ekki svo slæmt fyrir vængmann sem er að reyna vera framherji,“ sagði Watkins á Instagram.


Athugasemdir
banner
banner