Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 14. apríl 2024 22:33
Brynjar Ingi Erluson
Skaut á vinsæla þætti á blaðamannafundi sínum - „Heimskulegustu þættir allra tíma“
Jim Curtin, þjálfari Philadelphia Union
Jim Curtin, þjálfari Philadelphia Union
Mynd: Getty Images
Þriggja manna teymið í Two and a Half Men, þeir Jon Cryer, Angus T. Jones og Charlie Sheen
Þriggja manna teymið í Two and a Half Men, þeir Jon Cryer, Angus T. Jones og Charlie Sheen
Mynd: Getty Images
Jim Curtin, þjálfari Philadelphia Union í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, nýtti tækifærið á blaðamannafundi sínum eftir 2-2 jafnteflið gegn Atlanta United til að skjóta á eina vinsælustu þætti aldarinnar.

Curtin var ekki ánæagður eftir að leikurinn var flautaður af en Union kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og tókst að koma boltanum í markið í þriðja sinn en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Þjálfarinn var spurður út í markið og greip tækifærið til að skjóta á þættina Two And A Half Men, sem voru sýndir frá 2003 til 2015, með þá Charlie Sheen og Jon Cryer í aðalhlutverkum.

„Hvað þýðir eiginlega „Skýrt og augljóst“? Það sem er skýrt og augljóst fyrir mér er það kannski ekki fyrir næsta manni. Milljónir horfa á Two and a Half Men á meðan mér finnst þetta vera heimskulegustu þættir allra tíma. Það er skýrt og augljóst fyrir mér að þessir þættir eru hræðilegir,“ sagði Curtin á blaðamannafundi sínum.

Vinsældir þáttanna voru gríðarlegar í Bandaríkjunum og um allan heim. Charlie Sheen, sem lék ríkan kvennabósa í þáttunum, var á sínum tíma launahæsti sjónvarpsþáttaleikari heims áður en hann var rekinn eftir að hafa ítrekað lent upp á kant við Chuck Lorre, höfund þáttanna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner