Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. maí 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Rossi yfirgefur Roma í sumar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AS Roma er búið að staðfesta að Daniele De Rossi, fyrirliði liðsins til fjölda ára, mun yfirgefa félagið í sumar.

De Rossi verður 36 ára í júlí og hefur leikið yfir 600 leiki á ferli sínum hjá Roma. Hann spilaði sína fyrstu leiki fyrir félagið 17 ára gamall og hafnaði fjölda tilboða, meðal annars frá Real Madrid, til að vera áfram í Róm.

De Rossi er ekki aðeins hetja í Róm heldur á allri Ítalíu enda á hann 117 keppnisleiki að baki með landsliðinu. Hann lék stórt hlutverk er Ítalía vann HM 2006 og lagði ekki skóna á hilluna fyrr en í fyrra.

De Rossi segist ekki hafa kosið að yfirgefa félagið sjálfur, stjórnin telji hann ekki nytsamlegan lengur.

„Ég er ekki heimskur. Ég er 36 ára gamall og þegar enginn hringir í þig í 10 mánuði til að ræða nýjan samning þá ertu á leiðinni burt. Ég er ekki hættur í fótbolta, ég veit ekki hvar ég mun spila næst," sagði De Rossi.

„Við gætum rökrætt í 10 klukkutíma um nothæfi mitt fyrir þetta Roma lið, þó ég myndi bara spila 5-10-20 leiki þá væri ég mikilvægur í klefanum. En ég virði þessa ákvörðun félagsins.

„Ég veit ekki hvar framtíðin ber í skauti sér en mig langar að fara í þjálfun þegar ég legg skóna endanlega á hilluna."

Athugasemdir
banner
banner