Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 14. maí 2019 11:57
Elvar Geir Magnússon
Man City telur sig hafa sannanir fyrir sakleysi sínu
Manchester City heldur fram sakleysi sínu í ásökunum um að hafa brotið fjármálareglur evrópska knattspyrnusambandsins.

Guardian segir að félagið telji sig vera með sannanir sem muni koma í veg fyrir að það verði dæmt í bann frá Meistaradeildinni.

Í morgun var greint frá því að rannsóknarnefnd myndi leggja til að City færi í árs bann frá Evrópukeppnum.

Ef City yrði dæmt í bann á næsta tímabili er líklegt að Arsenal fengi Meistaradeildarsæti í gegnum deildina með því að hafa endað í fimmta sæti.

Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segist ekki hafa neitt að fela og vinni með rannsóknarnefndinni í góðri trú.

Guardian leitaði viðbragða frá UEFA sem vill ekkert segja um málið á meðan rannsókn er í gangi.
Athugasemdir
banner