fim 14. maí 2020 08:21
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Viðræður um að ensk lið komi til æfinga á Íslandi
Frá æfingu Manchester United.
Frá æfingu Manchester United.
Mynd: Getty Images
Óformlegar þreifingar hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda, KSÍ og fulltrúa enskra úrvalsdeildarliða um að æfingar liða fyrir lokasprett ensku úrvalsdeildarinnar fari fram á Íslandi.

Þetta herma heimildir Fréttablaðsins sem og að spænsk úrvalsdeildarlið hafi sýnt sama áhuga. Þær hugmyndir eru sagðar styttra á veg komnar.

Enska úrvalsdeildin vonast til þess að tímabilið fari aftur af stað í júní en og er talað um möguleika á því að einhver lið komi til Íslands í æfingaferð fyrir mót.

Fréttablaðið segir að það yrði mikill fengur fyrir íslenskt efnahagslíf að fá ensk lið hingað til lands. Umsvif liðanna hérlendis yrðu umtalsverð og kastljós fjölmiðla yrði á landinu.

Helsta ástæða þess að Ísland þykir fýsilegur kostur er hvernig yfirvöld hafa tekist á við kóróna­veirufaraldurinn sem hefur leitt til þess að tíðni smits hér á landi er mjög lág. Þá eru hérlendis góðir innviðir og nægt hótelrými.

Íslensk yfirvöld munu ekki ráðast í endanlegar útfærslur á dvöl knattspyrnuliðanna fyrr en formlegar beiðnir berast að utan.
Athugasemdir
banner
banner
banner