Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. maí 2021 01:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Snær með slitna hásin - Frá út tímabilið
Árni í leiknum í kvöld
Árni í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, sleit hásin í leik ÍA og FH á Kaplakrikavelli í kvöld.

Árni þurfti að fara af velli eftir um fimm mínútur af uppbótartíma í kvöld. Árni staðfesti það í sambandi við Fótbolta.net að hann væri með slitna hásin.

Árni sagðist vita það betur í hádeginu á morgun hvert næsta skrefið væri varðandi meiðslin en ljóst er að hann verður frá út þetta keppnistímabil. Nánar verður fjallað um málið þegar líður á daginn í dag.

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA, sleit hásin fyrir ekki svo löngu og þá var talað um að minnsta kosti sex mánaða bataferli.

Þetta eru ekki fyrstu alvarlegu meiðsli Árna á ferlinum því árið 2016 sleit hann krossband og missti af helmingnum af mótinu 2017.

Dino Hodzic var fenginn aftur til ÍA frá Kára fyrir tímabilið til að veita Árna samkeppni og verður Dino að öllum líkindum í markinu í næsta deildarleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner