Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. maí 2021 22:15
Brynjar Ingi Erluson
Man City setti met - Tólfti útisigurinn í röð
Mynd: EPA
Englandsmeistaralið Manchester City setti nýtt met í kvöld er liðið vann Newcastle United 4-3 á St. James' Park en þetta var tólfti útisigurinn í röð.

Ferran Torres skoraði þrennu í sigri City sem varð Englandsmeistari á þriðjudag.

Þetta var tólfti útisigurinn í röð í deildinni og er það nýtt met en Man City og Chelsea áttu metið sem var ellefu.

City náði ellefu útisigrum árið 2017 á meðan Chelsea náði því undir stjórn Avram Grant árið 2008.

Þess má til gamans geta að ekkert lið í efstu fjórum deildunum á Englandi hefur unnið tólf útileiki í röð og því einstakt met hjá City-mönnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner