fös 14. maí 2021 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Toni Kroos velur draumaliðið - Reinartz og Castro í vörninni
Toni Kroos
Toni Kroos
Mynd: EPA
Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos er einn besti miðjumaður heims í dag og hefur verið síðasta áratuginn eða svo en hann velur draumalið með leikmönnum sem hann hefur spilað með.

Kroos er í einu öflugasta miðju-tríói í heiminum hjá Real Madrid þar sem hann spilar með Casemiro og Luka Modric. Þá er hann afar mikilvægur fyrir þýska landsliðið en hann er með sýn sem fáir hafa á vellinum.

Hann valdi draumaliðið sitt á dögunum en hann valdi nokkra hafa áhugaverða leikmenn í liðið.

Casemiro, Modric og Cristiano Ronaldo eru allir í liðinu en vörnin var ekki eins og flestir hefði búist við.

Manuel Neuer stendur á milli stanganna en í vörninni eru þeir Sergio Ramos, Stefan Reinartz og Gonzalo Castro. Hann spilaði með Castro og Reinartz hjá Bayer Leverkusen en Castro spilaði vinstri bakvörð á meðan Kroos var á vinstri vængnum. Þeir náðu vel saman en voru hins vegar ekkert sérstaklega ánægðir með að spila þessar stöður.

Það kemur þá á óvart að Reinartz er þarna en hann segir að hann hafi verið afar vanmetinn leikmaður. Hann hætti í fótbolta þegar hann var 27 ára vegna meiðsla en á að baki 145 leiki fyrir Leverkusen og þrjá leiki fyrir þýska landsliðið.

Á miðjunni eru þeir Joshua Kimmich, Casemiro, Luka Modric og svo fékk Felix Kroos, bróðir Toni, pláss á miðjunni. Frammi eru Franck Ribery, Thomas Müller og Ronaldo.

Liðið (3-4-3): Manuel Neuer, Stefan Reinartz, Sergio Ramos, Gonzalo Castro, Joshua Kimmich, Luka Modric, Casemiro, Felix Kroos, Franck Ribery, Thomas Müller, Cristiano Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner