Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Ajax þarf hjálp frá Kristian og Nökkva eftir ótrúlega svekkjandi jafntefli
Kristian Nökkvi spilaði með Spörtu í kvöld en hann er á láni frá Ajax. Hann mætir toppliði PSV í lokaumferðinni og getur haft veruleg áhrif á titilbaráttuna.
Kristian Nökkvi spilaði með Spörtu í kvöld en hann er á láni frá Ajax. Hann mætir toppliði PSV í lokaumferðinni og getur haft veruleg áhrif á titilbaráttuna.
Mynd: Sparta Rotterdam
Brynjólfur spilaði í jafnteflinu gegn Ajax
Brynjólfur spilaði í jafnteflinu gegn Ajax
Mynd: Groningen
Vonir Ajax um að vinna hollensku úrvalsdeildina í ár biðu talsververðan hnekki er liðið gerði svekkjandi 2-2 jafntefli gegn Brynjólfi Andersen Willumsson og félögum í Groningen í kvöld.

Sigur hjá AJax hefði komið liðinu á toppinn fyrir lokaumferðina og stefndi allt í það.

Staðan var 2-1 fyrir Ajax þegar Brynjólfur var kynntur til leiks hjá Groningen og um það bil tuttugu mínútum síðar fékk liðsfélagi hans, Luciano Valente, að líta rauða spjaldið.

Ajax var sekúndum frá því að koma sér í frábæra stöðu er Groningen fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Boltanum var komið inn í pakkann og náðu heimamenn að skora upp úr því og tryggja sér stig.

Grautfúlt hjá Ajax-mönnum sem eru í öðru sæti deildarinnar með 75 stig, aðeins stigi á eftir PSV fyrir lokaumferðina.

Ajax þarf nú aðstoð frá Kristian Nökkva Hlynssyni, sem er einmitt á láni frá félaginu hjá Spörtu Rotterdam, og Nökkva Þey Þórissyni, en þeir fá einmitt PSV í heimsókn í lokaumferðinni. Ajax fær á meðan Twente í heimsókn og dugir ekkert annað en sigur til þess að eiga möguleika á titlinum.

Kristian spilaði allan leikinn með Spörtu í 1-1 jafntefli gegn Utrecht í kvöld en Nökkvi sat allan tímann á bekknum. Kolbeinn Birgir Finnsson var þá ónotaður varamaður hjá Utrecht.

Utrecht er í 4. sæti deildarinnar og missti af sæti í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð en Sparta í 11. sæti með 39 stig.

Elías Már Ómarsson var ónotaður varamaður hjá NAC Breda sem tapaði fyrir NEC Nijmegen, 3-0, á útivelli.
Athugasemdir
banner