Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. júní 2019 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlægilegur orðrómur um Salah
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn á Englandi og í öðrum stórum deildum Evrópu er að fara á fullt.

Þegar félagaskiptaglugginn opnar fara alls konar sögusagnir í gang. Sumar þessara sögusagna ganga upp á meðan sumar geta verið hlægilega rangar.

Ein af þeim sögusögnum sem kemur til með að vera hlægilega röng í sumar kemur frá le10sport í Frakklandi.

Franski fjölmiðillinn sagði að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, væri tilbúinn að fórna Mohamed Salah og selja hann, og fá í staðinn Nicolas Pepe frá Lille. Sambandið á milli Salah og Klopp væri orðið það slæmt.

Liverpool gæti hugsanlega fengið Pepe, en það eru svo gott sem engar líkur á því að Salah sé á förum. Salah hefur verið magnaður með Liverpool undanfarnar tvær leiktíðir.

Í apríl var talað um það að Klopp og Salah hefðu rifist. Þá kom umboðsmaður Salah fram og sagði það algjört bull.

Liverpool stuðningsmenn trúa því engan veginn að félagið sé að fara að selja Salah. Stuðningsmenn félagsins hlæja eflaust af þessu.











Athugasemdir
banner
banner
banner
banner