Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. júlí 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Finnur Tómas klár - Styttist í Alex Frey
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, kom inn á sem varmaður undir lokin í sigrinum gegn Breiðabliki í gær.

Þetta var fyrsti leikurinn hjá Finni síðan hann meiddist í opnunarleiknum gegn Val fyrir mánuði síðan.

Alex Freyr Hilmarsson er einnig að komast í sitt gamla form eftir að hafa slitið krossband í júlí í fyrra. Alex hefur ekkert spilað í Pepsi Max-deildinni hingað til en verið á bekknum í fjórum leikjum.

„Finnur á möguleika á að byrja í næsta leik ef hann sleppur inn í liðið og Alex Freyr (Hilmarsson) er að nálgast sitt besta form. Við vonumst til að geta byrjað að nota hann sem fyrst," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í gær.

„Arnþór Ingi (Kristinsson) var settur á bekkinn, reyndar með smávægileg meiðsl og Óskar (Örn Hauksson) hvíldi í dag. Þessir strákar munu hjálpa okkur fullt í sumar. Við munum þurfa á því að halda í sumar að geta svissað og hvílt menn."


Rúnar: Þarf að fá menn til að gera réttu hlutina
Athugasemdir
banner