Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 14. júlí 2020 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Katrín: Hún kláraði frábærlega eftir frábæra sendingu frá mér
Kvenaboltinn
Katrín Ómarsdóttir lagði upp sigurmark KR
Katrín Ómarsdóttir lagði upp sigurmark KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR í Pepsi Max-deild kvenna, var yfirveguð og ánægð eftir dramatískan 3-2 sigur á Stjörnunni í kvöld en þetta var fyrsti sigur KR í Íslandsmótinu í sumar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 KR

KR-ingar hafa gengið í gegnum mikið á síðustu vikum. Liðið fór í sóttkví í tvær vikur, fékk lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir bikarleik gegn Tindastóli.

Það var svo brekka í kvöld er Ana Victoria Cate fékk að líta rauða spjaldið á 32. mínútu en þrátt fyrir það náðu KR-ingar að halda haus og vinna leikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir gerði sigurmarkið undir lokin eftir frábæra sendingu frá nöfnu sinni.

„Frábær sigur og frábær liðsheild. Við héldum í sextíu eða sjötíu mínútur einum manni færri. Við trúðum á verkefnið allan tímann, fengum mark á okkur í seinni hálfleik og þetta var ansi strembið að vinna leikinn en ég hugsaði með mér að við höldum stiginu en Katrín kláraði frábærlega eftir frábæra sendingu frá mér," sagði Katrín við Fótbolta.net.

„Ég missti af fyrra gula spjaldinu hennar. Ég hreinlega veit það ekki en það er eins og það er."

„Það var skrítið að fá bara tvo daga fyrir Tindastólsleikinn í síðustu viku en sem betur fer unnum við þann leik. Ég sóttkvíinni náðum við að tala betur saman og það hefur virkað."

„Að hafa unnið manni færri gefur okkur svakalega mikið sjálfstraust og sýnir okkur það sem við viljum ef okkur langar nægilega mikið," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner