Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 14. júlí 2020 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Katrín: Hún kláraði frábærlega eftir frábæra sendingu frá mér
Kvenaboltinn
Katrín Ómarsdóttir lagði upp sigurmark KR
Katrín Ómarsdóttir lagði upp sigurmark KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR í Pepsi Max-deild kvenna, var yfirveguð og ánægð eftir dramatískan 3-2 sigur á Stjörnunni í kvöld en þetta var fyrsti sigur KR í Íslandsmótinu í sumar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 KR

KR-ingar hafa gengið í gegnum mikið á síðustu vikum. Liðið fór í sóttkví í tvær vikur, fékk lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir bikarleik gegn Tindastóli.

Það var svo brekka í kvöld er Ana Victoria Cate fékk að líta rauða spjaldið á 32. mínútu en þrátt fyrir það náðu KR-ingar að halda haus og vinna leikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir gerði sigurmarkið undir lokin eftir frábæra sendingu frá nöfnu sinni.

„Frábær sigur og frábær liðsheild. Við héldum í sextíu eða sjötíu mínútur einum manni færri. Við trúðum á verkefnið allan tímann, fengum mark á okkur í seinni hálfleik og þetta var ansi strembið að vinna leikinn en ég hugsaði með mér að við höldum stiginu en Katrín kláraði frábærlega eftir frábæra sendingu frá mér," sagði Katrín við Fótbolta.net.

„Ég missti af fyrra gula spjaldinu hennar. Ég hreinlega veit það ekki en það er eins og það er."

„Það var skrítið að fá bara tvo daga fyrir Tindastólsleikinn í síðustu viku en sem betur fer unnum við þann leik. Ég sóttkvíinni náðum við að tala betur saman og það hefur virkað."

„Að hafa unnið manni færri gefur okkur svakalega mikið sjálfstraust og sýnir okkur það sem við viljum ef okkur langar nægilega mikið," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner