Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   þri 14. júlí 2020 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Katrín: Hún kláraði frábærlega eftir frábæra sendingu frá mér
Kvenaboltinn
Katrín Ómarsdóttir lagði upp sigurmark KR
Katrín Ómarsdóttir lagði upp sigurmark KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR í Pepsi Max-deild kvenna, var yfirveguð og ánægð eftir dramatískan 3-2 sigur á Stjörnunni í kvöld en þetta var fyrsti sigur KR í Íslandsmótinu í sumar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 KR

KR-ingar hafa gengið í gegnum mikið á síðustu vikum. Liðið fór í sóttkví í tvær vikur, fékk lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir bikarleik gegn Tindastóli.

Það var svo brekka í kvöld er Ana Victoria Cate fékk að líta rauða spjaldið á 32. mínútu en þrátt fyrir það náðu KR-ingar að halda haus og vinna leikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir gerði sigurmarkið undir lokin eftir frábæra sendingu frá nöfnu sinni.

„Frábær sigur og frábær liðsheild. Við héldum í sextíu eða sjötíu mínútur einum manni færri. Við trúðum á verkefnið allan tímann, fengum mark á okkur í seinni hálfleik og þetta var ansi strembið að vinna leikinn en ég hugsaði með mér að við höldum stiginu en Katrín kláraði frábærlega eftir frábæra sendingu frá mér," sagði Katrín við Fótbolta.net.

„Ég missti af fyrra gula spjaldinu hennar. Ég hreinlega veit það ekki en það er eins og það er."

„Það var skrítið að fá bara tvo daga fyrir Tindastólsleikinn í síðustu viku en sem betur fer unnum við þann leik. Ég sóttkvíinni náðum við að tala betur saman og það hefur virkað."

„Að hafa unnið manni færri gefur okkur svakalega mikið sjálfstraust og sýnir okkur það sem við viljum ef okkur langar nægilega mikið," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner