Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 14. júlí 2020 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Katrín: Hún kláraði frábærlega eftir frábæra sendingu frá mér
Kvenaboltinn
Katrín Ómarsdóttir lagði upp sigurmark KR
Katrín Ómarsdóttir lagði upp sigurmark KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR í Pepsi Max-deild kvenna, var yfirveguð og ánægð eftir dramatískan 3-2 sigur á Stjörnunni í kvöld en þetta var fyrsti sigur KR í Íslandsmótinu í sumar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 KR

KR-ingar hafa gengið í gegnum mikið á síðustu vikum. Liðið fór í sóttkví í tvær vikur, fékk lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir bikarleik gegn Tindastóli.

Það var svo brekka í kvöld er Ana Victoria Cate fékk að líta rauða spjaldið á 32. mínútu en þrátt fyrir það náðu KR-ingar að halda haus og vinna leikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir gerði sigurmarkið undir lokin eftir frábæra sendingu frá nöfnu sinni.

„Frábær sigur og frábær liðsheild. Við héldum í sextíu eða sjötíu mínútur einum manni færri. Við trúðum á verkefnið allan tímann, fengum mark á okkur í seinni hálfleik og þetta var ansi strembið að vinna leikinn en ég hugsaði með mér að við höldum stiginu en Katrín kláraði frábærlega eftir frábæra sendingu frá mér," sagði Katrín við Fótbolta.net.

„Ég missti af fyrra gula spjaldinu hennar. Ég hreinlega veit það ekki en það er eins og það er."

„Það var skrítið að fá bara tvo daga fyrir Tindastólsleikinn í síðustu viku en sem betur fer unnum við þann leik. Ég sóttkvíinni náðum við að tala betur saman og það hefur virkað."

„Að hafa unnið manni færri gefur okkur svakalega mikið sjálfstraust og sýnir okkur það sem við viljum ef okkur langar nægilega mikið," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner