29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 14. júlí 2020 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Katrín: Hún kláraði frábærlega eftir frábæra sendingu frá mér
Kvenaboltinn
Katrín Ómarsdóttir lagði upp sigurmark KR
Katrín Ómarsdóttir lagði upp sigurmark KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR í Pepsi Max-deild kvenna, var yfirveguð og ánægð eftir dramatískan 3-2 sigur á Stjörnunni í kvöld en þetta var fyrsti sigur KR í Íslandsmótinu í sumar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 KR

KR-ingar hafa gengið í gegnum mikið á síðustu vikum. Liðið fór í sóttkví í tvær vikur, fékk lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir bikarleik gegn Tindastóli.

Það var svo brekka í kvöld er Ana Victoria Cate fékk að líta rauða spjaldið á 32. mínútu en þrátt fyrir það náðu KR-ingar að halda haus og vinna leikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir gerði sigurmarkið undir lokin eftir frábæra sendingu frá nöfnu sinni.

„Frábær sigur og frábær liðsheild. Við héldum í sextíu eða sjötíu mínútur einum manni færri. Við trúðum á verkefnið allan tímann, fengum mark á okkur í seinni hálfleik og þetta var ansi strembið að vinna leikinn en ég hugsaði með mér að við höldum stiginu en Katrín kláraði frábærlega eftir frábæra sendingu frá mér," sagði Katrín við Fótbolta.net.

„Ég missti af fyrra gula spjaldinu hennar. Ég hreinlega veit það ekki en það er eins og það er."

„Það var skrítið að fá bara tvo daga fyrir Tindastólsleikinn í síðustu viku en sem betur fer unnum við þann leik. Ég sóttkvíinni náðum við að tala betur saman og það hefur virkað."

„Að hafa unnið manni færri gefur okkur svakalega mikið sjálfstraust og sýnir okkur það sem við viljum ef okkur langar nægilega mikið," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner