Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júlí 2020 00:10
Fótbolti.net
„Stuðningsmenn voru á bandi Jóns Páls"
Hvað gerðist í Ólafsvík?
Jón Páll í Ólafsvík.
Jón Páll í Ólafsvík.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
„Það hefur eitthvað komið upp á, það er morgunljóst því Ólafsvík vann Magna í síðustu umferð. Nú eru allir að spyrja: Hvað gerðist í Ólafsvík?," spurði Elvar Geir í Innkastinu hér á Fótbolta.net.

Tilkynnt var í kvöld að Víkingur Ólafsvík hefði rekið Jón Pál Pálmason úr starfi þegar aðeins fimm umferðir eru að baki í Lengjudeildinni.

Gunnar Birgisson segir að þetta hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti.

„Stuðningsmenn eru slegnir því það fylgja þessu engar útskýringar. Það kemur hvergi fram hvort það sé vilji stjórnarinnar eða Jóns Páls. Stuðningsmenn voru á bandi Jóns Páls og það hef ég eftir traustum heimildum. Ég myndi alls ekki útiloka það að þetta sé ágreiningur milli þjálfara og stjórnar," segir Gunnar.

Ingólfur Sigurðsson er fyrrum leikmaður Víkings í Ólafsvík.

„Ég þekki stjórnarmenn Víkings mjög vel. Þetta eru miklir herramenn og öðlingar. Ég myndi aldrei trúa því að þeir myndu reka mann eftir nokkrar umferðir fyrir einhverja smámuni. Maður er hálf sjokkeraður yfir þessu. Þeir fara ekki í svona nema eftir vel ígrundað mál, ég trúi ekki öðru," segir Ingólfur.

Hvorki Víkingur Ólafsvík né Jón Páll vildu í kvöld tjá sig um ástæður þess að hann var rekinn. Í Innkastinu var rætt um hversu erfitt það er að taka við af Ejub Purisevic í Ólafsvík og að Jón Páll hafi alls ekki verið fyrsta nafn á blaði hjá félaginu þegar hann var ráðinn.
Innkastið - Fylkir kemur öllum á óvart og óvæntur brottrekstur
Athugasemdir
banner
banner
banner