Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 14. júlí 2021 10:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðbjörg og Mia rifta samningnum við Arna-Björnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðbjörg Gunnarsdóttir og sambýliskona hennar Mia Jalkerud, eru á för­um frá norska úr­vals­deild­ar­fé­lag­inu Arna-Björn­ar eft­ir að verið á mála hjá félaginu í hálft ár.

Þær skrifuðu undir tveggja ára samning við félagið í janúar en hafa fengið honum rift. Síðasti leikur þeirra verður um næstu helgi. Guðbjörg segir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í morgun.

Guðbjörg og Mia eiga tvö lítil börn og hefur félagið ekki náð að útvega þeim leikskólaplássi eins og var lofað. Álagið hafi verið gríðarlegt heima fyrir og nánast ómögulegt fyrir þær báðar að ferðast í útileikina.

Guðbjörg tekur fram að þær hafi verið með yndislega barnapíu sem hafi verið með tvíburunum á æfingatímum. Hún og Mia hafi stólað á aðstoð frá fjölskyldunni með börnin en Noregur hefur verið okað fyrir útlendinga og því hefur ekki verið hægt að fá þá aðstoð.

„Við höfum reynt að finna lausnir á vandamálinu í langan tíma en því miður er ástandið hvorki heilsusamlegt né raunhæft lengur. Við höfum þess vegna komist að samkomulagi við klúbbinn að rifta samningnum og okkar síðastai leikur verður á laugardaginn," segir Guðbjörg.

Mia er marka­hæsti leikmaður Arna-Björn­ar með fjög­ur mörk í deild­inni. Guðbjörg lék tvo fyrstu leik­ina á tíma­bil­inu en hef­ur verið vara­markvörður liðsins í síðustu sex leikj­um.


Athugasemdir
banner
banner