Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær kom fram að Breiðablik væri að ræða við Gabríel Aron Sævarsson sóknarmann Keflavíkur.
Hann er fæddur árið 2006 og byrjaði tímabilið mjög vel í Lengjudeildinni, skoraði fjögur mörk í maí. Í kjölfarið lék hann sinn fyrsta U19 landsleik, spilaði gegn Englandi í síðasta mánuði.
„Gabríel Sævarsson er ungur leikmaður sem verður samningslaus eftir tímabilið. Hann er líklega á leiðinni í Breiðablik eftir tímabilið," sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum.
Hann er fæddur árið 2006 og byrjaði tímabilið mjög vel í Lengjudeildinni, skoraði fjögur mörk í maí. Í kjölfarið lék hann sinn fyrsta U19 landsleik, spilaði gegn Englandi í síðasta mánuði.
„Gabríel Sævarsson er ungur leikmaður sem verður samningslaus eftir tímabilið. Hann er líklega á leiðinni í Breiðablik eftir tímabilið," sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum.
Alfreð Finnbogason, starfsmaður fótboltadeildar Breiðabliks, staðfestir við Fótbolta.net að Breiðablik hafi rætt við Gabríel Aron og látið Keflavík vita af því. Ef samkomulag næst mun Breiðablik svo tilkynna það í kjölfarið.
Samningur Gabríels við Keflavík rennur út í lok árs og þegar innan við hálft ár eftir af samningi leikmanns mega önnur félög ræða við hann upp á framtíðina að gera, en þurfa að láta félagið sem leikmaðurinn er samningsbundinn vita af því.
Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari og næst á dagskrá hjá liðinu er seinni leikurinn gegn Egnatia í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Breiðablik er 0-1 undir eftir fyrri leik liðanna sem fram fór í Albaníu. Seinni leikurinn fer fram annað kvöld á Kópavogsvelli.
Athugasemdir