Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 14. ágúst 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Mynd: Hulda Margrét
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Guðnason.
Atli Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morten Beck Andersen.
Morten Beck Andersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús Karlsson.
Óttar Magnús Karlsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Logi er vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá FH. Hann kom fyrst við sögu sumarið 2006 og hlutverkið stækkaði þar til hann var orðinn lykilmaður árið 2008. Eftir tímabilið 2010 gekk Logi í raðir Gautaborgar í Svíþjóð og varð bikarmeistari með félaginu áður en hann gekk í raðir Sogndal í Noregi og Örebro í Svíþjóð. Logi hélt svo aftur heim í FH fyrir tímabilið 2018.

Logi á að baki tíu A-landsleiki og var á sínum tíma hluti af U21 árs liðinu sem fór í lokakeppni EM í Danmörku. Hann varð Íslandsmeistari árin 2006, 2008 og 2009 ásamt því að verða bikarmeistari árin 2006 og 2010. Í dag sýnir Logi á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hjörtur Logi Valgarðsson

Gælunafn: Logi

Aldur: 31

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: árið 2006, 17 ára.

Uppáhalds drykkur: Hélaður Blue Moon með appelsínu

Uppáhalds matsölustaður: Flatey Pizza og Pylsubarinn í Hafnarfirði.

Hvernig bíl áttu: Svört Toyota Corolla 2003 árgerð. Topp eintak.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: It’s always sunny in Philadelphia

Uppáhalds tónlistarmaður: Jón Jónsson, Frikki dór, Auður og Björgvin Halldórsson

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjálmar Örn er góður.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, Oreo og Jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Minni á tímann þinn 13/08 kl 12. Mbk. Carter

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Benzema

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Heimir Guðjóns kenndi mér margt þegar ég var að brjóta mér leið inn í meistaraflokkinn.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Góð spurning. Það eru allir óþolandi í hinu liðinu þegar maður tapar.

Sætasti sigurinn: Sigur á Blikum 2009. Lentum 2-0 undir og komum til baka, Söderlund setti hann í skeytin í lokin. Það var skemmtilegt.

Mestu vonbrigðin: Tap gegn Víkingum í bikarúrslitum 2019

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Óttar Magnús

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Baldur Logi Guðlaugsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Morten Beck aka Dolph Lundgren

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi:

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Logi T og Danni líklega. Höddi er líka öflugur hef ég heyrt.

Uppáhalds staður á Íslandi: Krikinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Set í mig eyrnatappa og sofna svo yfirleitt út frá bók.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist eitthvað með flestu, aðallega körfu og handbolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég er að spila í Nike Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Aldrei sterkur í stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Man eftir að ég var tekinn í viðtal eftir leik þegar ég var nýkominn til Gautaborgar, ég hafði ofurtrú á mér og tók viðtalið á sænsku. En var greinilega ekki orðinn alveg nógu sterkur í sænskunni og skildi ekki mikið. Sem betur fer var Theódór Elmar þarna með mér í viðtalinu og bjargaði mér útúr þessu.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Pétur Viðars, Atla Guðna og Baldur Sig. Hef mesta trú á að þessir gætu reddað okkur heim aftur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er einn af 5 Logum í FH.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kom mér á óvart hvað Atli Guðna er lélegur í reit þegar hann hjólar á æfingar. Svo kom líka óvart hvað Danni er öflugur DJ. Vinnur mikið með remixin.

Hverju laugstu síðast: Að ég væri nýbúinn að skipta á bleyju á syni mínum.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Gunnar Nielsen hvernig hann fallbeygir Hjörtur.
Athugasemdir
banner