Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Ótrúlegt jafntefli hjá Fram og ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 4 - 4 ÍBV
0-1 Sigurður Arnar Magnússon ('12)
1-1 Sjálfsmark ('21)
1-2 Tómas Bent Magnússon ('35)
2-2 Þórir Guðjónsson ('45)
2-3 Felix Örn Friðriksson ('47)
2-4 Gary Martin ('52)
3-4 Tryggvi Snær Geirsson ('70)
4-4 Aron Snær Ingason ('91)

Það var gríðarlega mikil skemmtun er Fram tók á móti ÍBV í toppbaráttu Lengjudeildarinnar í fyrsta leik eftir Covid hlé.

Eyjamenn byrjuðu af krafti og komust í tvö dauðafæri áður en Sigurður Arnar Magnússon kom þeim yfir eftir hornspyrnu. Markið átti mögulega ekki að standa vegna brots í aðdragandanum og voru Framarar ósáttir en brugðust við af krafti og jöfnuðu níu mínútum síðar.

Þar var Fred Saraiva á ferðinni. Hann vann boltann við hornfána ÍBV, prjónaði sig inn í teig og skoraði með skoti sem fór í varnarmann, slánna og inn. Í kjölfarið tóku Eyjamenn stjórn á leiknum og kom Tómas Bent Magnússon þeim yfir á 35. mínútu eftir hornspyrnu. Tíu mínútum síðar var Þórir Guðjónsson búinn að jafna fyrir Fram.

Menn voru ekki á því að slaka á í síðari hálfleik og komu Eyjamenn sérstaklega grimmir út úr búningsklefanum. Felix Örn Friðriksson og Gary Martin skoruðu á fyrstu sjö mínútunum og staðan orðin 2-4.

Fjörið hélt áfram og minnkaði Tryggvi Snær Geirsson muninn fyrir Fram á 70. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu. Bæði lið komust nálægt því að skora á lokakaflanum en að lokum var það Aron Snær Ingason sem jafnaði í uppbótartíma með enn einu markinu í kjölfar hornspyrnu.

Lokatölur því 4-4 og liðin áfram í harðri toppbaráttu ásamt Leikni R. og Keflavík.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner