Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 14. ágúst 2020 19:54
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: FH hafði betur á Meistaravöllum
Daníel Hafsteinsson sá um KR í kvöld.
Daníel Hafsteinsson sá um KR í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 1 - 2 FH
0-1 Daníel Hafsteinsson ('14)
1-1 Kristján Flóki Finnbogason ('40)
1-2 Daníel Hafsteinsson ('75)

KR tók á móti FH í fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar eftir tveggja vikna Covid hlé og komust gestirnir frá Hafnarfirði yfir eftir fjórtán mínútna leik. Daníel Hafsteinsson skoraði þá eftir laglega sókn FH-inga en Þórir Jóhann Helgason átti stoðsendinguna.

Leikurinn var fjörugur og fengu bæði lið færi til að skora áður en Kristján Flóki Finnbogason jafnaði fyrir KR eftir mikinn atgang í vítateig gestanna. KR vildi vítaspyrnu á meðan FH-ingar vildu rangstöðu en markið fékk að standa. Staðan því 1-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu og ríkti jafnræði á vellinum. Það voru þó gestirnir sem voru næstir að koma knettinum í netið því Daníel Hafsteins bætti öðru markinu sínu við á 75. mínútu. Aftur átti Þórir Jóhann stoðsendinguna, en vörn KR sofnaði á verðinum.

Fimm mínútum var bætt við leikinn og komst Ægir Jarl Jónasson nálægt því að jafna en Guðmundur Kristjánsson bjargaði á línu. Nær komust heimamenn ekki og sigur FH staðreynd. Liðin eru jöfn í öðru sæti deildarinnar með 17 stig eftir 9 umferðir.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner