Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 14. ágúst 2020 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Setien: Ótímabært að tala um hvort ég verði áfram
Setien var ráðinn til Barca í janúar. Honum mistókst að vinna spænsku deildina og er núna úr leik í Meistaradeildinni.
Setien var ráðinn til Barca í janúar. Honum mistókst að vinna spænsku deildina og er núna úr leik í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Quique Setien, þjálfari Barcelona, verður líklegast rekinn úr starfi sínu í kvöld eða á morgun eftir vandræðalegt 8-2 tap gegn FC Bayern í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld.

Setien hefur legið undir mikilli gagnrýni eftir að hann tók við störfum hjá Barcelona og er sjóðandi heitt undir þjálfarastólnum hans. Hann segir þó ótímabært að tala um hvort hann verði rekinn úr starfi eða ekki.

„Þetta er ótrúlega sárt tap, þeir skoruðu meira en þeir áttu skilið. Við byrjuðum frekar vel en þegar leið á leikinn var krafturinn í andstæðingum okkar alltof mikill," sagði Setien.

„Ég ætla ekki að tala um hvað þarf að laga hjá félaginu, ég er bara búinn að vera hérna í nokkra mánuði. Ef Gerard Pique segir að stórra breytinga er þörf þá verður tekið mark á því. Nú er kominn tími fyrir okkur til að fara yfir stöðuna og ákveða framtíðina.

„Það er of snemmt til að tala um hvort ég verði áfram hjá félaginu eða ekki.
Raunveruleikinn er sá að það veltur ekki á mér. Við verðum að skoða vel hvað það var sem klikkaði í þessum leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner