Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 14. ágúst 2022 11:20
Aksentije Milisic
Sjáðu mörkin: AC Milan hóf titilvörnina með sigri í sex marka leik
Mynd: EPA

Serie A deildin fór af stað í gær en meistararnir í AC Milan mættu þá Udinese í mjög fjörugum leik á San Siro vellinum í Mílanó borg.


Udinese byrjaði betur og komst yfir með marki frá Rodrigo Becao strax á annari mínútu leiksins. Hann stangaði þá knöttinn inn eftir hornspyrnu.

AC Milan jafnaði metin úr vítaspyrnu en mörgum fannst dómurinn umdeildur og sköpuðust umræður á Twitter um að VAR væri ekki að vinna vinnuna sína þarna. Dæmir hver fyrir sig.

Ante Rebic kom Milan yfir en Adam Masina jafnaði með skemmtilegum flugskalla rétt fyrir hálfleik og var staðan 2-2 þegar flautað var til leikhlés.

Mörk frá Brahim Diaz og Ante Rebic í síðari hálfleiknum sáu til þess að AC Milan hefur titilvörnina með þremur stigum. Mikil stemning var á pöllunum á San Siro vellinum og ljóst eins og má sjá og heyra í myndbandinu hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner