Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 14. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Átti að umbylta leiknum en er nú kominn á lán til QPR
Mynd: Getty Images
Enski vængmaðurinn Karamoko Dembele er genginn í raðir enska B-deildarliðsins QPR á láni frá Celtic en þetta staðfestu félögin í gær.

Dembele er 21 árs gamall leikmaður, var settur í sviðsljósið þegar hann var aðeins 13 ára gamall en þá spilaði hann leik með U20 ára liði Celtic.

Franska blaðið L'Equipe nefndi Dembele sem einn af sex leikmönnum sem kæmu til með að umbylta leiknum. en hann hefur ekki náð þeim hæðum sem honum var spáð.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Celtic þegar hann var aðeins 16 ára gamall, en aðeins leikið níu leiki síðan.

Á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Blackpool í ensku C-deildinni og gerði þar ágætis hluti. Hann skoraði 9 mörk og gaf 14 stoðsendingar í 47 leikjum en sú frammistaða hjálpaði honum að fá lánssamning hjá QPR fyrir þessa leiktíð.

QPR fékk einnig japanska leikmanninn Koki Saito á láni frá Lommel í Belgíu.

Saito, sem er 23 ára gamall, hefur síðustu tvö ár verið á láni hjá Sparta Rotterdam í Hollandi.

Hann var í U23 ára liði Japan sem komst í 8-liða úrslit á Ólympíuleikunum í París á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner