Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United á Englandi, hefur framlengt samning sinn við félagið til 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá United.
Fernandes kom til United frá Sporting árið 2020 og verið besti maður liðsins síðustu ár.
Eftir síðustu leiktíð lá framtíð hans í lausu lofti og talið að hann myndi færa sig um set, en þessi 29 ára gamli Portúgali ákvað að vera áfram í herbúðum United og nú framlengt við félagið.
Nýr samningur hans gildir til 2027 með möguleika á að framlengja um annað ár.
Á fjóru og hálfu ári hans hjá United hefur hann spilað 234 leiki, skorað 79 mörk og gefið 67 stoðsendingar í öllum keppnum.
United and @B_Fernandes8: the perfect match ??
— Manchester United (@ManUtd) August 14, 2024
Our captain stays until at least 2027! ??#MUFC
Athugasemdir