Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 14. ágúst 2024 18:07
Brynjar Ingi Erluson
Bruno Fernandes framlengir við Man Utd til 2027 (Staðfest)
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United á Englandi, hefur framlengt samning sinn við félagið til 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá United.

Fernandes kom til United frá Sporting árið 2020 og verið besti maður liðsins síðustu ár.

Eftir síðustu leiktíð lá framtíð hans í lausu lofti og talið að hann myndi færa sig um set, en þessi 29 ára gamli Portúgali ákvað að vera áfram í herbúðum United og nú framlengt við félagið.

Nýr samningur hans gildir til 2027 með möguleika á að framlengja um annað ár.

Á fjóru og hálfu ári hans hjá United hefur hann spilað 234 leiki, skorað 79 mörk og gefið 67 stoðsendingar í öllum keppnum.


Athugasemdir