Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 14. ágúst 2024 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu fyrsta mark Mbappe fyrir Real Madrid
Kylian Mbappe er kominn á blað með Real Madrid
Kylian Mbappe er kominn á blað með Real Madrid
Mynd: EPA
Kylian Mbappe var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir Real Madrid en hann gerði það í fyrsta leik sínum fyrir félagið.

Mbappe var í byrjunarliðinu gegn Atalanta í Ofurbikar Evrópu í kvöld og var hann þar að þreyta frumraun sína eftir að hafa komið frá Paris Saint-Germain í sumar.

Eftir markalausan fyrri hálfleik stigu Madrídingar á bensíngjöfina, en staðan er nú 2-0 þökk sé mörkum frá Federico Valverde og Mbappe.

Markið gerði hann á 68. mínútu eftir sendingu frá Jude Bellingham. Englendingurinn hljóp á eftir erfiðri sendingu, beið eftir hlaupinu hjá Mbappe sem síðan setti hann efst í hægra hornið.


Athugasemdir
banner
banner