Það er ljóst hvaða liði Víkingur mætir ef því tekst að vinna eistneska liðið Flora Tallinn í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun.
Víkingur og Flora gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í Víkinni, þar sem heimamenn voru með mikla yfirburði.
Á morgun mætast liðin öðru sinni og í þetta sinn í Tallinn, en það er ljóst hver mótherjinn verður í umspilinu.
RFS frá Lettlandi hafði betur gegn Santa Coloma frá Andorra í forkeppni Evrópudeildarinnar, sem þýðir það að Santa Coloma fer í umspilið í Sambandsdeildinni. RFS vann seinni leikinn í kvöld, 7-0, og tapaði samanlagt 9-0 í tveggja leikja rimmu.
Santa Coloma hefur tvisvar mætt íslenskum liðum í forkeppni í Evrópu.
Árið 2013 vann Breiðablik samanlagðan 4-0 sigur í forkeppni Evrópudeildarinnar og fimm árum síðar vann Valur 3-1 samanlagðan sigur í sömu keppni. Útivöllurinn reyndist erfiður fyrir Santa Coloma í báðum viðureignunum.
Víkingur og Flora Tallinn mætast klukkan 16:00 á morgun og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir