Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hudson-Odoi er að skrifa undir nýjan samning við Chelsea
Hudson-Odoi er að koma til baka úr meiðslum og gæti spilað í dag.
Hudson-Odoi er að koma til baka úr meiðslum og gæti spilað í dag.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea og Callum Hudson-Odoi séu afar nálægt því að komast að samkomulagi um nýjan samning fyrir ungstirnið.

Hudson-Odoi vildi yfirgefa Chelsea í janúarglugganum þegar Bayern München bauð í hann. Chelsea harðneitaði að selja táninginn sem virðist orðinn ánægður með lífið hjá félaginu eftir að Frank Lampard tók við af Maurizio Sarri.

Telegraph greinir frá því að Hudson-Odoi sé að skrifa undir fimm ára samning og mun hann fá 100 þúsund pund í vikulaun.

Hann yrði þriðja ungstirni félagsins til að skrifa undir framlengingu eftir Mason Mount og Ruben Loftus-Cheek.

Hudson-Odoi er mögulegur arftaki Eden Hazard á vinstri kantinum hjá Chelsea og gæti myndað áhugavert þríeyki í sókninni ásamt Tammy Abraham og Christian Pulisic.
Athugasemdir
banner
banner
banner