Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Bikarúrslit og mögnuð barátta í neðri deildum
Orðrómur er uppi um að Kári Árnason verði liðtækur í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa meiðst gegn Albaníu í landsleikjahléinu.
Orðrómur er uppi um að Kári Árnason verði liðtækur í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa meiðst gegn Albaníu í landsleikjahléinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss þarf sigur í dag.
Selfoss þarf sigur í dag.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
KF getur tryggt sér sæti í 2. deild.
KF getur tryggt sér sæti í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Íslenska fótboltasumarið fer að líða undir lok og því er meira en nóg um að vera í dag.

Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins fer fram á Laugardalsvelli. Þar mætir skemmtilegt lið Víkings R. til leiks gegn FH.

Næstsíðasta umferð tímabilsins í Inkasso-deildinni fer fram í dag þar sem öll liðin tólf leika samtímis.

Fjölnir getur tryggt sér toppsætið með sigri á heimavelli gegn Leikni R. í stórleik. Leiknir hefur ekki tapað síðan í fyrri hluta júlí og er í þriðja sæti, einu stigi á eftir Gróttu.

Seltirningar töpuðu óvænt á heimavelli fyrir Aftureldingu í síðustu umferð, 0-5. Þeir eiga útileik gegn botnliði Njarðvíkur og þurfa heldur betur að passa sig. Njarðvík þarf nefnilega sigur til að eiga möguleika á að lifa fallbaráttuna af.

Haukar og Magni eru einnig í fallbaráttunni og eiga bæði lið heimaleiki í dag. Magni á afar spennandi leik gegn Þrótti R. þar sem sigur heimamanna gæti sent Þrótt niður um deild.

Í 2. deildinni er fallbaráttan ráðin en toppbaráttan er það ekki. Það er toppslagur á Fáskrúðsfirði er Leiknir tekur á móti Vestra. Vestri er með tveggja stiga forystu í toppbaráttunni og er Selfoss í þriðja sæti, tveimur stigum eftir Leikni. Toppbaráttan getur því ráðist í dag ef Selfoss tapar á heimavelli.

Í 3. deild getur KF tryggt sig upp með sigri gegn Reyni Sandgerði. KF er aðeins búið að fá eitt stig úr síðustu tveimur umferðum á meðan KV er á bullandi siglingu, en fjórum stigum eftirá.

Þá eru einnig úrslitaleikir á dagskrá í 4. deildinni þar sem Elliði og Ægir eigast við í úrslitaleik um titilinn. Bæði lið eru búin að tryggja sér sæti í 3. deildinni.

Hvíti riddarinn og Kormákur/Hvöt spila uppá bronsið.

Mjólkurbikar karla - ÚRSLITALEIKUR
17:00 Víkingur R.-FH (Stöð 2 Sport - Laugardalsvöllur)

Inkasso deildin - 1. deild karla
14:00 Haukar-Keflavík (Ásvellir)
14:00 Njarðvík-Grótta (Rafholtsvöllurinn)
14:00 Fjölnir-Leiknir R. (Stöð 2 Sport - Extra völlurinn)
14:00 Afturelding-Víkingur Ó. (Varmárvöllur - gervigras)
14:00 Fram-Þór (Framvöllur)
14:00 Magni-Þróttur R. (Grenivíkurvöllur)

2. deild karla
14:00 Þróttur V.-Víðir (Vogaídýfuvöllur)
14:00 Leiknir F.-Vestri (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Selfoss-Völsungur (JÁVERK-völlurinn)
14:00 KFG-Fjarðabyggð (Samsung völlurinn)
14:00 Tindastóll-Kári (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Dalvík/Reynir-ÍR (Dalvíkurvöllur)

3. deild karla
14:00 KH-Álftanes (Valsvöllur)
14:00 Sindri-Kórdrengir (Sindravellir)
14:00 KF-Reynir S. (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 KV-Höttur/Huginn (KR-völlur)
14:00 Augnablik-Einherji (Fagrilundur - gervigras)

4. deild karla úrslitakeppni - 4. deild karla
13:00 Hvíti riddarinn-Kormákur (Skallagrímsvöllur)
13:00 Elliði-Ægir (Egilshöll)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner