Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mán 14. september 2020 21:43
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Mikið hjarta í báðum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ágúst Þór Gylfason var ekki nógu sáttur með jafntefli gegn Fjölni fyrr í kvöld þar sem bæði lið þurftu á öllum stigunum að halda en telur jafnteflið þó sanngjarna niðurstöðu úr því sem komið var og hvernig leikurinn spilaðist.

Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu og gerir stigið ekki mikið fyrir hvort lið en Fjölnir er enn án sigurs með 5 jafntefli og Grótta með einn sigur og 4 jafntefli.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

„Jú 2-2, hörku baráttu leikur, hvorugt liðið vildi í rauninni tapa og bæði lið vildu vinna, maður sá það hérna í lokin að þar var end to end og það var kraftur í þessu, það er mikið hjarta í báðum þessum liðum.''

Hversu mikið hefðu þrjú stig þýtt fyrir Gróttu?

„Þetta hefði þýtt gríðarlega mikið fyrir bæði lið en það sem ég var hrikalega ánægður með í okkar liði var seinni hálfleikurinn, við sýndum það að við ætluðum ekki að tapa þessum leik, við ætuðum að koma til baka og við gerðum það.''

„Við vorum fljótt settir niður á jörðina, tíu sekúndum seinna kemur langur bolti frá þeim, einbeitingarleysi þar sem við vorum enn að fagna markinu og þeir fá víti og staðan 2-1, þá var erfitt fyrir okkur að koma til baka en við náðum tveimur mörkum en bara annað taldi sem gefur okkur eitt stig í baráttunni.''


Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Gústi betur um leikinn, markið sem var tekið af Gróttu, nýju leikmennina og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner