Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   mán 14. september 2020 21:43
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Mikið hjarta í báðum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ágúst Þór Gylfason var ekki nógu sáttur með jafntefli gegn Fjölni fyrr í kvöld þar sem bæði lið þurftu á öllum stigunum að halda en telur jafnteflið þó sanngjarna niðurstöðu úr því sem komið var og hvernig leikurinn spilaðist.

Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu og gerir stigið ekki mikið fyrir hvort lið en Fjölnir er enn án sigurs með 5 jafntefli og Grótta með einn sigur og 4 jafntefli.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

„Jú 2-2, hörku baráttu leikur, hvorugt liðið vildi í rauninni tapa og bæði lið vildu vinna, maður sá það hérna í lokin að þar var end to end og það var kraftur í þessu, það er mikið hjarta í báðum þessum liðum.''

Hversu mikið hefðu þrjú stig þýtt fyrir Gróttu?

„Þetta hefði þýtt gríðarlega mikið fyrir bæði lið en það sem ég var hrikalega ánægður með í okkar liði var seinni hálfleikurinn, við sýndum það að við ætluðum ekki að tapa þessum leik, við ætuðum að koma til baka og við gerðum það.''

„Við vorum fljótt settir niður á jörðina, tíu sekúndum seinna kemur langur bolti frá þeim, einbeitingarleysi þar sem við vorum enn að fagna markinu og þeir fá víti og staðan 2-1, þá var erfitt fyrir okkur að koma til baka en við náðum tveimur mörkum en bara annað taldi sem gefur okkur eitt stig í baráttunni.''


Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Gústi betur um leikinn, markið sem var tekið af Gróttu, nýju leikmennina og framhaldið.
Athugasemdir