Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 14. september 2020 21:43
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Mikið hjarta í báðum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ágúst Þór Gylfason var ekki nógu sáttur með jafntefli gegn Fjölni fyrr í kvöld þar sem bæði lið þurftu á öllum stigunum að halda en telur jafnteflið þó sanngjarna niðurstöðu úr því sem komið var og hvernig leikurinn spilaðist.

Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu og gerir stigið ekki mikið fyrir hvort lið en Fjölnir er enn án sigurs með 5 jafntefli og Grótta með einn sigur og 4 jafntefli.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

„Jú 2-2, hörku baráttu leikur, hvorugt liðið vildi í rauninni tapa og bæði lið vildu vinna, maður sá það hérna í lokin að þar var end to end og það var kraftur í þessu, það er mikið hjarta í báðum þessum liðum.''

Hversu mikið hefðu þrjú stig þýtt fyrir Gróttu?

„Þetta hefði þýtt gríðarlega mikið fyrir bæði lið en það sem ég var hrikalega ánægður með í okkar liði var seinni hálfleikurinn, við sýndum það að við ætluðum ekki að tapa þessum leik, við ætuðum að koma til baka og við gerðum það.''

„Við vorum fljótt settir niður á jörðina, tíu sekúndum seinna kemur langur bolti frá þeim, einbeitingarleysi þar sem við vorum enn að fagna markinu og þeir fá víti og staðan 2-1, þá var erfitt fyrir okkur að koma til baka en við náðum tveimur mörkum en bara annað taldi sem gefur okkur eitt stig í baráttunni.''


Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Gústi betur um leikinn, markið sem var tekið af Gróttu, nýju leikmennina og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner