Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. september 2020 19:57
Aksentije Milisic
Kjartan Henry byrjaði á bekknum í kvöld: Hissa og svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður Vejle í Danmörku, byrjaði á bekknum í kvöld þegar Vejle og AGF áttust við í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.

AGF vann leikinn með fjórum mörkum gegn tveimur og skoraði Jón Dagur Þorsteinsson þriðja mark heimamanna og kom stöðunni í 3-0. Kjartan Henry kom inn af bekknum hjá gestunum á 70. mínútu og í kjölfarið skoruðu þeir tvö mörk.

AGF vann leikinn að lokum 4-2 og var Kjartan Henry ekki sáttur í viðtali eftir leikinn.

„Ég var mjög hissa (að byrja á bekknum). Eigandi okkar keypti nýja leikmenn til liðsins og það þarf að leyfa þeim að sýna sig. Svo þarf ég að sýna að ég hef þetta ennþá. En þetta snýst ekki um mig," sagði Kjartan.

„Trúi ég á sjálfan mig? Já, ég hef alltaf gert það. Ég er orðinn eldri en ég er ennþá í formi og til í slaginn. Ég var markahæsti leikmaðurinn í fyrra og ég á skilið meiri trú á mér."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner