Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. september 2021 11:52
Innkastið
Fær ekki jólakort úr Árbænum ef Fylkir verður Lengjudeildarlið eftir tvær vikur
Úr leik KA og Fylkis um síðustu helgi.
Úr leik KA og Fylkis um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Talað var um það í Innkastinu að Helgi Mikael Jónasson dómari eigi ekki von á jólakortum úr Árbænum ef Fylkismenn falla úr Pepsi Max-deildinni.

Fylkir er í fallsæti, einu stigi frá öruggu sæti, þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið tapaði 2-0 gegn KA á Akureyri um helgina en þegar staðan var markalaus hefði það átt að fá vítaspyrnu.

Mark Gundelach braut þá á Orra Hrafni Kjartanssyni.

„Þarna féll þetta svo sannarlega ekki með þeim. Það hefði verið fínt að komast yfir gegn KA liðinu á Akureyrarvelli, gegn liði sem hefur kannski ekki að neinu ævintýralega miklu að keppa," segir Tómas Þór Þórðarson.

„Þeir hefðu þá getað pakkað í vörn og verið með Rúnar Pál öskrandi á hliðarlínunni. Í staðinn fá þeir tvö mörk á sig í lokin og eru á leið niður um deild. Þeir fá ekki víti og hefðu átt að vera manni fleiri því það er ekki verið að reyna við boltann. Þetta verður stórt móment ef Fylkir verður Lengjudeildarlið eftir tvær vikur."

Fylkir á eftir að mæta ÍA á Akranesi á sunnudaginn og leikur svo gegn Val í lokaumferðinni.


Innkastið - Öll spjót beinast að Heimi og Skagamenn sleppa
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner