þri 14. september 2021 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍR spilar á gervigrasinu - Komin bráðabirgðastúka
Búið að setja upp stúku.
Búið að setja upp stúku.
Mynd: ÍR
Á morgun tekur ÍR á móti ÍA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli ÍR, Hertz vellinum.

Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Einhverjar vangaveltur höfðu verið um leikstaðinn þar sem völlurinn stóðst ekki kröfur á þessu stigi bikarkeppninnar.

Engin aðstaða var fyrir áhorfendur en nú hefur ÍR sett up bráðabirgðastúku eins og sjá má á myndinni við fréttina.

ÍR er eina liðið í 2. deild sem er eftir í keppninni.

8-liða úrslitin:
16:30 ÍR-ÍA (Hertz völlurinn)
16:30 Vestri-Valur (Olísvöllurinn)
19:15 HK-Keflavík (Kórinn)
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Würth völlurinn)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner