Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. september 2022 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hann gjörsamlega bætti upp fyrir það með þessari frábæru vörslu"
Kristijan Jajalo
Kristijan Jajalo
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Grímsi gerði bara vel og setti hann í vitlaust horn og tryggði okkur stigin þrjú ásamt Jajalo með frábærri vörslu í uppbótartíma."

Þetta sagði Ívar Örn Árnason, leikmaður KA, við Fótbolta.net eftir leik liðsins gegn Breiðabliki á sunnudag. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiks en skömmu áður hafði Kristijan Jajalo í marki KA átt lykilvörslu og varði svo vel í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Breiðablik

Ívar var spurður hversu mikilvæg varslan hjá Jajalo var þegar hann varði frá Viktori Karli Einarssyni skömmu fyrir sigurmarkið.

„Ég sagði beint eftir leik við Jaja að þetta hefði verið 'game-winning' varsla hjá honum."

„Það er ekki mikið búið að tala um það en það er klárlega brotið á Þorra í markinu sem Viktor Karl skoraði fyrr í leiknum. Ég tækla boltann í sköflunginn á Viktori og Þorri er bara að fara taka þennan bolta. Þá kemur Kiddi Steindórs og fellir hann - ég hef ekki séð neitt talað um þetta. Það var bara klárt brot. Jaja var svolítið gripinn í landhelgi að reyna lesa Viktor í því marki - markmenn gera þetta oft og þetta voru mistök."

„En hann gjörsamlega bætti upp fyrir það með þessari frábæru vörslu og svo líka úr aukaspyrnunni frá Degi Dan (Þórhallssyni). Það hefði verið helvítis rýtingur í bakið ef þessi leikur hefði endað í jafntefli eftir alla erfiðsvinnuna sem við vorum búnir að leggja inn,"
sagði Ívar. Vörsluna frá Viktori Karli má sjá í spilaranum að neðan.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Ívar


Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner