Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 17:28
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Andorra: 39 ára Lima á sínum stað
Icelandair
Idelfons Lima er á sínum stað í vörninni.
Idelfons Lima er á sínum stað í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu Andorra í gær.
Frá æfingu Andorra í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Andorra er klár fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM klukkan 18:45.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Andorra vann langþráðan sigur í undankeppni EM á föstudagskvöld þegar liðið lagði Moldóvu 1-0 á heimavelli. Andorra hafði fyrir þennan leik tapað öllum 56 leikjum sínum í undankeppni EM frá upphafi!

Þrátt fyrir sigurinn á föstudag þá eru nokkrar breytingar á liði Andorra í dag. Íslandsvinurinn Idelfons Lima er þó á sínum stað í vörninni en þessi 39 ára gamli varnarmaður er fyrirliði Andorra.

Marc Vales, sem skoraði sigurmarkið gegn Andorra, er á miðjunni en hann leikur með Sandefjord í Noregi.

Nokkrir leikmenn í liðinu spila með Santa Coloma sem er meistari í Andorra. Santa Coloma tapaði gegn Val í Meistaradeidlinni í fyrra.

Aðrir leikmenn eru margir í neðri deildunum á Spáni. Þar af eru leikmenn sem spila með FC Andorra í spænsku C-deildinni. Liðið hoppaði úr E-deildinni upp í C-deildina í sumar en Gerard Pique, varnarmaður Barcelona keypti félagið og keypti sæti í spænsku C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner