Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Gerrard hefði viljað spila undir stjórn Klopp
Gerrard skorar í leik með Liverpool.
Gerrard skorar í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, segist oft hugsa hvort hann hafi farið ári of snemma frá félaginu. Gerrard yfirgaf Liverpool sumarið 2015 eftir 710 leiki hjá félaginu. Nokkrum mánuðum síðar tók Jurgen Klopp við Liverpool og Gerrard hefði viljað ná leikjum undir hans stjórn.

„Ég hef alltaf hugsað þetta eftir því sem tíminn líður. Hefði ég átt að vera lengur hjá Liverpool. Hefði ég átt að gera eins árs framlengingu? Kannski hefði ég get komið við sögu hjá Jurgen Klopp með minna hlutverk í hópnum," sagði Gerrard.

„Þetta eru hlutir sem ég hugsa um. Ég tek ákvarðanir og ég er mjög stoltur af tíma mínum hjá Liverpool."

„Það eru þessi litlu augnablik. Ímyndið ykkur ef ég hefði verið aðeins lengur hjá Liverpool og kannski hitt Jurgen Klopp, mann sem hefði kannski gefið mér 10-15 mínútur af bekknum í hverjum leik. Auðvitað hef ég hugsað um þetta og ég hefði elskað það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner