mán 14. október 2019 22:09
Baldvin Már Borgarsson
Hamren niðurlútur og neikvæður eftir leik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren talaði um það á fréttamannafundi eftir leik að það væri þungt yfir Íslenska landsliðshópnum og starfsliði liðsins eftir úrslit kvöldsins, en þrátt fyrir sigur okkar manna gerðu Frakkland og Tyrkland jafntefli sem setur Tyrki í kjörstöðu í baráttunni um sæti á EM. Líkamstjáning Hamren var ekki góð, leikmenn mættu súrir í viðtöl og ekki leit út fyrir að Ísland hafi unnið leikinn.

„Eins og þið sjáið á mér og líkamstjáningu leikmanna þá er þetta ekki tilfinningin eftir sigurleik eins og hún á að vera vegna þess að við vitum úrslitin frá Frakklandi, þessu er ekki lokið enn, en þetta verður miklu erfiðara núna.''

„Í dag er erfitt að vera jákvæður, en stærsta áskorunin fyrir mig, starfsliðið og leikmennina er að koma okkur í gírinn fyrir leikinn gegn Tyrkjum og hafa trú á verkefninu, það er í rauninni það eina sem við höfum.''

Það sem þarf að gerast úr þessu er að Ísland þarf að vinna báða sína leiki og Tyrkland má ekki vinna Andorra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner