Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. október 2019 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Illugi: „Ekki við hæfi að við séum að keppa við svoleiðis lið"
Tyrkir fögnuðu með hermannakveðju á föstudagskvöld.
Tyrkir fögnuðu með hermannakveðju á föstudagskvöld.
Mynd: Getty Images
Illugi: „Mér finnst að okkar knattspyrnuyfirvöld og okkar fótboltamenn verði á endanum að taka sjálfir einhverja ábyrgð á því sem er að gerast í kringum þá.
Illugi: „Mér finnst að okkar knattspyrnuyfirvöld og okkar fótboltamenn verði á endanum að taka sjálfir einhverja ábyrgð á því sem er að gerast í kringum þá.
Mynd: Raggi Óla
Úr leik Íslands og Tyrklands í júní.
Úr leik Íslands og Tyrklands í júní.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ísland leikur í sama riðli og Tyrkland í undankeppni fyrir EM2020. Tyrkirnir verða mótherjar íslenska liðsins í lokaleik riðilsins en leikið verður í Tyrklandi.

Tyrkneska landsliðið, sem og starfsfólk í kringum liðið, hefur verið mikið gagnrýnt fyrir að sýna stuðning við tyrkneska herinn en hann réðst inn í Norð-Austur hluta Sýrlands í síðustu viku en Sýrland er með landamæri við Tyrkland í norðri.

Sjá einnig: Tyrkir heilsuðu að hermannasið - Verður rannsakað

Tyrkland sigraði á föstudag lið Albana með marki á lokamínútunum og fögnuðu leikmenn liðsins með því að heilsa að hermannasið. Eftir leik þá er tekin mynd af landsliðshópnum sem og yfirmönnum knattspyrnumála þar sem allir heilsa á sama hátt og leikmennirnir gerðu í fögnuðinum.

Illugi Jökulsson, samfélagsgagnrýnir og fjölmiðlamaður, var gestur hjá þættinum 'Í Bítið' á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um hegðun Tyrkjanna og hvernig mætti haga sér gagnvart þeim vegna hegðunarinnar.

„Að fótboltalið sé að lýsa svona glaðbeittum stuðningi við hernaðaraðgerð - Mér finnst ekki við hæfi að við séum að keppa við svoleiðis lið." Illugi var næst spurður hvort hann væri á því að krafan að henda Tyrkjum úr keppni fyrir athæfið væri réttmæt.

„Ég ætla ekki að hafa miklar skoðanir á því. Það þurfa einhverjar stofnanir að fara í þau mál. Mér finnst að okkar knattspyrnuyfirvöld og okkar fótboltamenn verði á endanum að taka sjálfir einhverja ábyrgð á því sem er að gerast í kringum þá."

„Það gerist ekkert í svona málum fyrr en einstaklingar stíga fram og segja 'nei takk',"
segir Illugi og nefnir Raheem Sterling og Kalidou Koulibaly sem dæmi í baráttu þeirra við rasisma innan knattspyrnunnar. Hann gangrýnir stofnanir innan knattspyrnunnar fyrir þeirra hálfkák í stórum málum eins og baráttunni við rasisma.

„Mér er alveg sama hvað þau andapíku samtök, UEFA eða FIFA gera. Mér finnst að við sjálf þurfum að taka afstöðu."

„Mér finnst ekki að við eigum að keppa við fótboltalið sem lýsir yfir svo mikilli gleði yfir því að landið þeirra sé farið í árásarstríð gegn mönnum sem ekkert hafa gert þeim í sjálfu sér. Tyrkir tileinkuðu, sigurinn gegn Albönum, hermönnunum og píslarvottunum sem tækju þátt í stríðinu gegn Kúrdum."

Illugi segist viss um að UEFA taki á þessu máli og refsi Tyrkjum fyrir athæfið og rifjar upp þegar Króötum var refsað fyrir nasistakveðjur. „Mér finnst ömurleg tilhugsun að horfa á 'Strákana Okkar' eftir mánuð að taka í höndina á liði sem heilsar hermönnum að þessum sið. Ég á ekki von á því að menn muni fara eftir þessari ábendingu minni og hætta við að leika leikinn en mér finnst samt full ástæða til að vekja athygli á þessu."

Því var skotið að Illuga hvort að hættan væri ekki sú að Íslandi yrði refsað ef íslenska liðið neitaði að mæta til leiks og að bent hefur verið á að ekki eigi að blanda pólítik og íþróttum saman.

„Jú jú en einhvern tímann verða menn að þora að stíga fram og ekki bara með sýna eigin hagsmuni í huga. Mér finnst voða skrítið þegar þessari röksemd er flaggað, er það pólítik að fara í árásarstríð gegn annarri þjóð í öðru landi?"

Illugi líkti svo því, að blanda saman pólítík og íþróttum, við jarðsprengusvæði sem fullt væri af hræsni og tvískinnungi. Pistil Illuga frá því í gær á Facebook má sjá hér að neðan og auk þess má hlusta á allt samtalið á Bylgjunni í morgun neðst í fréttinni.




Athugasemdir
banner
banner
banner