Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 14. október 2019 09:33
Elvar Geir Magnússon
Mancini framlengir yfir HM í Katar
Roberto Mancini hefur virkjað framlengingu á samningi sínum við ítalska knattspyrnusambandið og er nú bundinn út HM í Katar 2022.

Mancini er búinn að tryggja Ítalíu sæti á EM 2020.

Ítalskir fjölmiðlar segja að Mancini hafi tröllatrú á þeirri kynslóð sem er að koma upp í ítölskum fótbolta.

Ítalska landsliðið hefur verið öflugt í undankeppni EM og unnið alla sjö leiki sína.

Það er því upprisa í ítölskum fótbolta en eins og frægt er þá komst Ítalía ekki á HM í Rússlandi.
Athugasemdir
banner