banner
   fim 14. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Kósóvó rekinn (Staðfest)
Bernard Challandes
Bernard Challandes
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Kósóvó ákvað í gær að reka svissneska þjálfarann Bernard Challandes.

Challandes tók við karlalandsliðinu fyrir þremur árum og náði ágætis árangri með liðið.

Hann vann átján leiki og tapaði fjórtán auk þess sem hann kom liðinu í umspil um sæti á Evrópumótið.

Kósóvó tapaði síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni HM og mistókst liðinu að ná umspilssæti og var hann því látinn fara.

Knattspyrnusambandið hefur ekki gefið út hver mun taka við af honum.
Athugasemdir
banner
banner