Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   mán 14. október 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Halldór Snær: Horfi í leið Hákonar og er mjög spenntur að vinna með Óskari
'Ég vil fá að spila og vera í markinu hjá KR'
'Ég vil fá að spila og vera í markinu hjá KR'
Mynd: KR
'Hann er mjög metnaðarfullur og ég er rosalega spenntur að vinna með honum'
'Hann er mjög metnaðarfullur og ég er rosalega spenntur að vinna með honum'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
'Það er margt sem ég á ólært'
'Það er margt sem ég á ólært'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn fékk ungur traustið hjá Óskari og Gróttu og er í dag aðalmarkvörður A-landsliðsins.
Hákon Rafn fékk ungur traustið hjá Óskari og Gróttu og er í dag aðalmarkvörður A-landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Held að Óskar geti gert mig miklu, miklu betri en ég er núna'
'Held að Óskar geti gert mig miklu, miklu betri en ég er núna'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi eftir tímabilið með Fjölni að ég væri á leiðinni í KR, ég vissi að það var áhugi á meðan tímabilinu stóð, en ég var ekki mikið að spá í því. Þetta gerist svo eftir tímabilið," sagði Halldór Snær Georgsson, nýr leikmaður KR, í samtali við Fótbolta.net.

„Það er geggjað að vera orðinn leikmaður KR, ég er ógeðslega spenntur að æfa og spila undir stjórn Óskars. Ég hef viljað það frá því ég sá hann með Gróttu og svo Blikana, spilar geggjaðan bolta."

„Ég hef verið með Jamie (Brassington, markmannsþjálfara KR) í yngri landsliðunum og hrifist mjög mikið af honum, hann er mjög metnaðarfullur og ég er rosalega spenntur að vinna með honum líka."

Talandi um Óskar og Gróttu, þar var Óskar með Hákon Rafn Valdimarsson milli stanganna. Hvernig hefur verið að fylgjast með Hákoni og hans ferli?

„Það er náttúrulega eitthvað sem ég horfi líka í með Óskar, hann byrjar að spila Hákoni þegar hann er mjög ungur í Gróttu og er á svipuðum aldri og ég þegar hann er að fara út í atvinnumennsku. Hann er núna kominn í Brentford. Það er náttúrulega mjög langur vegur í það hjá mér en þetta er eitthvað sem ég er mjög hrifinn af, maður horfir í Hákon og er mjög spenntur að vinna með Óskari."

Tilbúinn að vera ennþá meira með boltann í löppunum?

„Ég geri það sem Óskar vill og hann er strax byrjaður að kenna mér eitthvað sem ég á að gera betur. Það er einmitt það sem ég þarf, að prófa eitthvað nýtt og fá meiri þjálfun. Óskar getur kennt mér mjög mikið."

Fannst kominn tími á breytingu
Halldór er fæddur árið 2004 og er uppalinn hjá Fjölni, hann segir blendnar tilfinningar að fara frá félaginu.

„Ég er búinn að æfa fótbolta í Fjölni síðan ég var fjögurra ára og þekki ekkert annað. Allir þjálfarar sem hafa þjálfað mig, t.d. Gunni Sig sem er búinn að vera með mig í tíu ár... auðvitað er erfitt (að fara) en á sam tíma hef ég mjög mikinn metnað fyrir fótbolta og langar að ná eins langt og ég get. Þegar ég heyrði að KR vildi fá mig þá taldi ég rétt skref að fara, sérstaklega af því ég er ekki að fara frítt. Mér fannst þetta bara rétt skref."

Lærdómsríkt tímabil
Hefði Halldór farið frá Fjölni ef liðið hefði farið upp í Bestu deildina?

„Það er erfitt að segja, auðvitað hefði verið gaman að spila með Fjölni í efstu deild og við gerðum allt sem við gátum til þess að fara upp, en það bara gekk ekki upp. Það er erfitt að segja, ég veit það ekki."

„Þetta tímabil var mjög lærdómsríkt, mitt fyrsta tímabil sem aðalmarkvörður í meistaraflokki. Þetta byrjaði þannig að við unnum alla leiki og maður var bara í skýjunum. Ég vissi samt að við værum ekkert komnir upp. Svo vinnum við ekki leik í tíu leiki eða eitthvað. Þetta var mikið um hápunkta og lágpunkta á þessu tímabili og mjög lærdómsríkt, í lokin voru þetta vonbrigði en samt gott tímabil."


Hvað gerðist þegar Fjölnir hætti að vinna leiki?

„Við skorum ekki, sjálfstraustið minnkar og heppnin er aldrei með okkur. Allir 50:50 leikir, við náðum ekki að vinna þá og töpum leikjum sem þurfti ekki að tapa. Í byrjun vorum við á móti að vinna leiki sem við áttum ekkert að vinna."

Byrjunarliðsmaður hjá KR og vinna sig inn í U21
Halldór segir að markmiðið sé að vinna sig inn í liðið hjá KR.

„Ég vil fá að spila og vera í markinu hjá KR. Ég vil stimpla mig inn í efstu deild og standa mig vel. Ég ætla æfa vel, vera klár í þetta og gera mitt allra besta til að vinna leiki með KR. Ég vil líka komast inn í U21, það að fara í KR úr Fjölni var líka hluti af því að komast í U21 og gera mig gildandi þar, ég taldi þetta hárrétt skref með það að gera."

„Það er klárlega mikið sem ég get bætt, ég var ekkert í skýjunum með tímabilið, fannst ég bara vera flottur. Það er margt sem ég á ólært og þarf að bæta og held að Óskar geti gert mig miklu, miklu betri en ég er núna,"
sagði Halldór.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner