Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 07:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grænhöfðaeyjar á HM - Næst fámennasta þjóðin á eftir Íslandi
Mynd: EPA
Grænhöfðaeyjar gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti á HM í fyrsta sinn í sögunni í gær með sigri gegn Esvatíní í afrísku undankeppninni.

Grænhöfðaeyjar eru næst fámennasta þjóð heims til að tryggja sér sæti á HM en Ísland er fámennasta þegar okkar menn tryggðu sér sæti á HM 2018. Íbúafjöldi Grænhöfðaeyja er um 500 þúsund manns.

Þrjár umferðir eru eftir af undankeppninni en Grænhöfðaeyjar eru á toppi D-riðils með 23 stig í 10 leikjum. Kamerún sem er með leikmenn á borð við Andre Onana, Frank Anguissa, Carlos Baleba og Bryan Mbeumo innanborðs gerði markalaust jafntefli gegn Angóla.

Kamerún er í baráttu við Líbíu um 2. sæti í riðlinum sem gæti gefið sæti á HM en fjögur lið með bestan árangur í 2. sæti komast áfram.


Athugasemdir
banner