Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   þri 14. nóvember 2017 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Þarf ansi margt að breytast á sex mánuðum
Icelandair
Heimir á hliðarlínunni í Katar.
Heimir á hliðarlínunni í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í dag.

„Það er fyrst og fremst bara vonbrigði," sagði Heimir aðspurður að því hvað væri það fyrsta sem færi í gegnum hugann á honum eftir leikinn.

„Það jákvæða er varnarleikurinn í seinni hálfleik, við spiluðum með öðruvísi leikaðferð. Við ætluðum, sama hvernig staðan væri í leiknum, að bakka aftarlega og spila með þrjá miðverði og mér fannst það ganga vel þangað til við fengum á okkur þetta mark. Það var mjög kostulegt þar sem við vorum með þrjá miðverði."

Lestu um leikinn: Katar 1 -  1 Ísland

Heimir var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn.

„Við vorum mjög óánægðir, ég ætla að vera hreinskilinn með það. Það var ekkert tempó, ekki tempó í sendingum, ekki tempó í hlaupum og ekki hugsun. Þeir voru á undan okkur í allt."

„Við töluðum um í hálfleik að ef við ætlum til Rússlands og spila gegnum bestu leikmönnum í heimi, þá þarf ansi margt að breytast á næstu sex mánuðunum til að við verðum samkeppnishæfir þar."

Ferðin til Katar vekur bæði upp gleði og svekkelsi hjá Heimi.

„Þetta var fyrst og fremst eins og við ætluðum okkur, þetta var að hluta til afslöppunarferð og hristi hópinn saman, það var gaman hjá hópnum og það heppnaðist vel. Við erum auðvitað hundfúlir með úrslitin."

„Þetta var líka möguleiki fyrir leikmenn að stíga upp og sýna hvað þeir geta, þeir fengu núna tvo leiki til þess. Við vildum fá svör og það
er gott að fá svör, þótt þau séu neikvæð. Sumir nýttu tækifærið og aðrir gerðu það ekki, þannig er það bara."


„Nú förum við að undirbúa janúarferð sem verður líka skemmtilegt," sagði hann að lokum.

Viðtalið í heild sinni er hér að ofan.
Athugasemdir
banner