Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. nóvember 2021 16:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enginn í Boston veit hver Arnór er - „Eins og keisarinn sé að koma inn í klefann"
Icelandair
Robert Kraft sáttur með Rob Gronkowski.
Robert Kraft sáttur með Rob Gronkowski.
Mynd: EPA
Sæmileg stærð á Dont'a Hightower og félögum.
Sæmileg stærð á Dont'a Hightower og félögum.
Mynd: EPA
Arnór í leik með New England Revolution.
Arnór í leik með New England Revolution.
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason er leikmaður New England Revolution sem spilar í bandarísku MLS-deildinni. Revolution endaði í efsta sæti austurdeildarinnar á tímabilinu. Arnór Ingvi var í gær til viðtals hér á Fótbolti.net og var hann spurður út í MLS-deildina.

Veit enginn í Boston hver Arnór er
Það eru fjórar stórar deildir í Bandaríkjunum; NFL (amerískur fótbolti), NBA (körfubolti), NHL (íshokkí) og MLB (hafnarbolti). Hvernig er MLS í samanburði við þær deildir?

„Deildin á alveg langt í land upp á að ná þeim hæðum sem hinar hafa náð. Ég labba á götum Boston og það veit enginn hver ég er, það er öllum drullusama. Mér finnst það alveg „nice", að labba bara um og ekkert mál - ekki samt þannig að ég hafi verið einhver stórstjarna," sagði Arnór.

„Fólkið er að læra á MLS og maður finnur að það er gífurlegur áhugi á þessu og þeir vilja gera þetta stórt."

Boston against everybody else
Eru tengingar á milli liðanna í Boston?

„Það er sami eigandi hjá okkur og hjá New England Patriots [amerískur fótbolti, NFL], Robert Kraft heitir hann. Hann kemur oft inn í klefa hjá okkur og það er eins og keisarinn sé að koma inn í klefann, virðingin er það mikil. Hann er algjör höfðingi."

„Tengingin er því til staðar og maður finnur að Boston er rosaleg íþróttaborg með góð lið í öllum íþróttum. Það er oft sagt í Boston að það sé „Boston against everybody else" (Boston á móti öllum hinum). Maður finnur að hin liðin, eins og Patriots, hafa áhuga fyrir því hvað við erum að gera."

„Við æfum á svipuðum slóðum og maður hefur hitt nokkra leikmenn í liðinu. Við erum að vinna leiki og þeir hafa rosalegan áhuga á því og íþróttinni okkar."


Tom Brady auðvitað farinn, þannig þú hefur væntanlega ekki séð hann.

„Nei, ég sá hann ekki en ég er búinn að sjá nokkra „linebackers" og eitthvað svoleiðis. Þetta eru rosalegir gæjar," sagði Arnór.

Arnór um landsliðsárið sitt:
Kallið kom Arnóri á óvart - Fékk send skilaboð „hingað og þangað"
Athugasemdir
banner
banner
banner