Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. desember 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Saint-Maximin meiddist eftir hraðasta sprett í sögu Newcastle
Mynd: Getty Images
Allan Saint-Maximin, framherji Newcastle, meiddist í leik liðsins gegn Southampton um síðustu helgi.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir að Maximin hafi meiðst í kjölfarið á hraðasta spretti sem leikmaður Newcastle hafi tekið í sögu ensku úrvasldeildarinnar.

Bruce segir frá því að Maximin hafi náð 36,8 km/klst hraða þegar hann elti boltann undir lok leiksins um síðustu helgi. Maximin meiddist aftan í læri og missir af næstu sjö leikjum liðsins, í það minnsta.

„Hann hljóp á 36,8 km/klst hraða á 96. mínútu," sagði Bruce.

„Það er talið að enginn hafi hlaupið jafn hratt fyrir okkur í sögu úrvalsdeildarinnar. Þetta var alvöru spettur."

„Þegar leikmenn eru orðnir þreyttir undir lok leikja aukast möguleikar á meiðslum. Því miður gerast svona hlutir,"
sagði Bruce að lokum.

Sjá einnig:
Bruce verður að sparka í sjálfan sig - Saint-Maximin frá í mánuð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner