Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. desember 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær ræddi við teymi Haaland í gær
Mynd frá tímanum í Molde.
Mynd frá tímanum í Molde.
Mynd: Molde
Norski miðillinn VG og breski miðilinn Daily Mail, greina frá því að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hafi í gær flogið til Austurríkis til að ræða við teymi framherjans Erling Braut Haaland.

Haaland hefur mikið verið orðaður við brottför frá Salzburg, jafnvel í janúarglugganum. Lið á borð við RB Leipzig, Dortmund, Liverpool og Manchester United hafa áhuga á norska framherjanum.

Þessi nítján ára framherji hefur leikið vel á leiktíðinni og skorað 28 mörk í 22 leikjum fyrir Salzburg.

Solskjær þjálfaði Haaland hjá Molde og þekkir því vel til framherjans. Sagan frá gærdeginum er þannig að Solskjær hafi flogið til Austurríkis, rætt við teymi Haaland og svo flogið til baka seinna um daginn.

Sjá einnig: Berbatov: Nýr framherji í janúar gæti haft neikvæð áhrif á Greenwood


Athugasemdir
banner
banner
banner