þri 14. desember 2021 11:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta tekur fyrirliðabandið af Aubameyang
Mynd: EPA
Pierre-Emerick Aubameyang er ekki lengur fyrirliði Arsenal. Frá þessu var greint rétt í þessu.

Auk þess verður Auba ekki með gegn West Ham á morgun. Aubameyang var í agabanni um helgina þar sem hann sneri of seint til baka úr ferðalagi skömmu fyrir helgi.

„Við búumst við því að allir leikmenn, sérstaklega fyrirliðinn okkar, fylgi reglum og viðmiðum sem við höfum sett fram og menn samþykkt að fylgja," segir í tilkynningu félagsins.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vildi ekki tala um stöðu fyrirliðans eftir leikinn gegn Southampton á laugardag.

„Við erum með ákveðnar reglur hjá félaginu sem menn verða að fylgja og við settum þær fram sem lið. Hann er ekki með í dag," sagði Arteta hins vegar fyrir leikinn.

Sjá einnig:
Þrír sem koma til greina ef Auba missir bandið
Aubameyang mætti of seint úr ferðalagi


Enski boltinn - Víti eða ekki víti?
Athugasemdir
banner
banner
banner