Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
banner
   mið 14. desember 2022 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eins og Marokkó sé gestgjafinn
Mynd: EPA

Nú styttist í síðari undanúrslitaleikinn á HM þar sem Frakkland og Marokkó mætast. Liðin keppast um að mæta Argentínu í úrslitaleiknum.


Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  0 Marokkó

Mikil stemning er búin að myndast á Al Bayt vellinum fyrir leikinn en Julien Laurens, sérfræðingur um franskan fótbolta hjá BBC segir að það sé eins og Marokkó sé gestgjafinn miðað við stemninguna hjá þeim.

„Stuðningsmenn Marokkó hafa búið til magnað andrúmsloft, það er eins og þeir hafi skipulagt leikinn og eru gestgjafarnir. Frönsku leikmennirnir eru vanir brjáluðum stuðningsmönnum andstæðingana, þetta er ekkert nýtt," skrifar Laurens á BBC.

Leikurinn hefst eftir klukkutíma.


Athugasemdir