Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 14. desember 2024 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Davies óljós
Mynd: EPA
Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, er enn óviss varðandi framtíðina en hann má byrja að ræða við önnur félög um áramótin. Þetta kemur fram í Athletic.

Kanadíski bakvörðurinn er orðaður við öll stærstu félög Evrópu ásamt því að eiga í viðræðum við Bayern um nýjan samning.

Davies er 24 ára gamall og talinn með bestu bakvörðum Evrópuboltans.

Samkvæmt Athletic var Real Madrid lengi vel í bílstjórasætinu um leikmanninn, en áhuginn hefur kólnað hjá báðum aðilum síðustu mánuði.

Einnig kemur fram að Liverpool og Manchester United væru áhugasöm en að þau séu ekki að leiða baráttuna.

Spænska félagið Barcelona hefur einnig verið í umræðunni en fjárhagsleg vandræði félagsins koma í veg fyrir að það geti lagt fram samkeppnishæft tilboð á borðið.

Það er alls ekki útiloka að hann framlengi við Bayern. Viðræður hafa átt sér stað og er þýska félagið reiðubúið að bjóða honum veglegan launapakka en allt er þetta undir Davies komið.

Talið er að það verði komin skýrari mynd á framtíð kappans í febrúar en akkúrat núna er staðan mjög svo óskýr og baráttan um undirskrift hans galopin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner